Wednesday, April 25, 2012

Til umsjóanrliða


Umsjón á leikjum

Mikilvægt er fyrir liðin að skoða vel hlutverk þeirra þegar kemur að umsjónarleikjum. Skoðið vel textann (getum ekki sett myndirnar inn) hér að neðan en myndirnar er hægt að sjá á heimasíðunni sem og í mótsblaðinu.
Orðsending til umsjónarliða

Umsjónarlið útvega tvo línuverði, ritara og stigavörð.
Umsjónarlið sjá um að skrifa á spjöld nöfn þeirra liða sem eru að fara að spila og færa þau á milli hrina. Liðið sem er skráð á undan á leikjaplani skal vera á velli sem er ritara á vinstri hönd og á það fyrstu uppgjöf í leiknum og eins í oddahrinu ef til hennar kemur.
Umsjónarlið skulu vera tilbúin til starfa tímanlega. Tímasetningar leikja eru til viðmiðunar. Leikir hefjast strax og næsta leik á undan lýkur burtséð frá því hvort auglýstur leiktími er kominn. Umsjónarlið skal láta keppnisstjóra viðkomandi húss vita ef leikur getur ekki hafist af því að dómari eða keppnislið er ekki mætt.

Línuverðir skulu gefa skýr merki.
Sé knöttur inni skal benda með flagginu niður og inn á völlinn (mynd 1).
Sé knöttur úti skal lyfta flagginu hátt upp í loft (mynd 2).
Sé snerting við hávörn eða leikmann skal línuvörður lyfta flagginu upp og setja lófa hinnar handar ofan á það(mynd 3).
Snerti knöttur netspíru, skeri framlengda línu hennar eða fari utan í hana skal línuvörður veifa flagginu og benda á netspíru. Snerti leikmaður sem er í uppgjöf endalínu vallarins í uppgjöf skal línuvörður veifa flagginu og benda á endalínur vallarins (mynd 4).

Treysti línuvörður sér ekki til þess að taka ákvörðun krossleggur hann handleggi á brjóst (mynd 5).

No comments: