Monday, April 2, 2012

Mörg lið skráð til leiks

Í fyrra voru 126 lið skráð til leiks á Öldung og þótti einstakt, margir töldu það vera vegna frábærrar staðsetningar. Í ár verða liðin 146 og þar af 100 kvennalið - og við eigum tvö þeirra, ásamt Hrunakonum - sem gera okkur það kleift að fara svona margar!

Í fyrra leikum við tvo leiki á hverjum degi og spilið hófs 11:15 flesta dagana. Þá voru sex lið í deild en nú eru þau 8 í 11. deild og 10 í 13. deild þannig að það er um að gera að pakka svolitlu niður af kælispreyi ;)

Í fyrra vorum við með þessum í 11. deild - 6 lið í deild:
Þrótti Rb
HK Leðurblökum a - víxluðu þær við Gyðjurnar? Spiluðum við ekki við þær?
Austra Raufarhöfn a
Hamri B
Aftureldingu 5
Völsungi E

Unnum við ekki Hamar, Leðurblökur og Völsung?
Sumt var nú tæpt en annað heldur erfiðara :)

Í ár eru það þessi lið sem Hvöt A spilar við í 11. deild - 8 lið:

HK Wunderblak B-
Höttur 3-
Þróttur N 3-
HK Gyðjur-
Fylkir/Austri A-
Víkingur R B-
Hamar B-
Hvöt A


Í ár spilar B liðið í 13. deild við - 10 lið!




ÍBV 2-
Zeturnar-
Dalalæður-
Fjaðrirnar-
Birnur-
Bjarkir-
Krákurnar-
Grótta 2-
Krækjur C
Hvöt 2-


Ef þið skoðið 10. deildina þá sjáið þið að A liðið hefur að miklu að stefna að halda sér upp og jafnvel komast í 10. deildina! Sama er að segja um B - liðið. Hörkukeppni framundan!



No comments: