Sunday, February 20, 2011

Bréf til félagsmanna :-)

Sjáið þið þær þessar - Allar tilbúnar - Smassarinn tilbúinn og hinar fyrir aftan að taka á móti eftir að hávörnin hjá Kína! Þetta heitir að vera tilbúnar í móttöku!
Sælar allar

Ég minni á Fésbókina okkar - Blak á Borg, og svo er það þessi síða - blakarar.blogspot.com þar má finna eitt og annað efn i tengt blakinu hjá okkur. Tengla, stutta kafla úr reglunum, skoðanakönnun og annað slíkt sem þær ykkar sem vantar ekki tíma geta litið á. Það er gott að renna yfir reglurnar í blaki - reyndar nauðsynlegt, alltaf við og við og smám saman skiljum við þær betur eftir því sem við spilum meira og fáum kennslu hjá þjálfurunum okkar.

Að öllu óbreyttu koma Hamarskonur B á fimmtudaginn, líklega koma þær hálf sex þannig að mæting getur verið frá fimm en æfingin verður aðeins lengri vænti ég. Um kvöldið leika Hrunamenn og Hamarsmenn á Flúðum en þeir hafa gjarnan eldað grátt silfur í Suðurlandsslagnum. Það er líka afskaplega gott að horfa á blak og læra þannig - og þó karlarnir taki þetta af ívið meiri krafti heldur konurnar þá er afskaplega lærdómsríkt að fylgjast með þeim. Ég hvet því alla til þess að líta á leiki hvort heldur á fimmtudag eða á hsk mótinu en hvort tveggja má finna undir viðburðum. Muna líka að merkja við hvort fólk ætli að mæta á viðburði. Það hjálpar mjög mikið í undirbúningi fyrir æfingar t.d. að vita hve margar mæta.

Ég hitti Hörð á mánudaginn en þá förum við yfir skráninguna á Öldung og Blakdeild Hvatar verður í raun stofnuð formlega - við höfum feril að verja því 1973 urðu Hvöt karlar Íslandsmeistarar í blaki (reyndar var það ML sem náði þeim titili fyrir okkur) en þið sjáið að það er úr háum söðli að falla :-).

Þið skuluð endilega merkja inn á viðburð hvort þið ætlið á Öldung og eins megið þið senda mér kennitölurnar ykkar og heimilisföng í pósti eða í gegnum fésið.

Það er því heldur rismikið þetta lið okkar (þó lyftingin eigi sér nú ekki alltaf stað hjá boltanum ;-)) - við erum svo heppnar að hafa TVO þjálfara og TVO sjúkraþjálfara á okkar vegum og 14 iðkendur - það er ekki slæmt! Og ekki munu búningarnir skemma fyrir - það verður nú ekkert smá!

Nú er Henson komnir með allar upplýsingar fyirr keppnisgallann - og margar okkar erum búnar að máta hina frábæru utanyfirgalla - þeir eru úr hreint frábæru efni og líta mjög vel út! Við verðum bara flottastar - það verður aldrei annað sagt!

Við skulum reyna að vera komnar með stærðir frá öllum í þeim göllum á mánudaginn svo hægt sé að senda pöntunina sem fyrst.

Á mánudaginn tökum við æfinguna sem Baldur kom með - vinna þrjár saman - hlaupa fram og svo aftur. Þá verður líka sérstakt átak í því að segja hver ætlar að taka boltann. Og svo er nú að stilla upp sigurstranglegu liði gegn Hamri - langar einhverja til þess að komast í byrjunarliðið? Það verða þær sem sagjast hafa boltann og reyna þar að auki að standa undir þeirri fullyrðingu!


Ég held það sé ekki meira að sinni -

Helga ferð þú ekki að koma í heimsókn ;-).

Kveðja managerinn ;-)

p.s. setti inn myndir af uppspilanum í stöðum 2 og 4 og númerin á vellinum. Gott að læra það oh yeah

No comments: