Friday, February 29, 2008

Margt í mörgu

Það var nú svei mér gaman á blakæfingu í gær - við náðum að vera 10! Og það kom þjálfari - og sá var ekki af verri endanum eða hvað?

Blakmaður HSK (hlekkur) og nýútskrifaður af þjálfaranámskeiði. Ekkert nema það besta fyrir blakstelpurnar okkar :D

Við lærðum mjög margt skemmtilegt og það verða nægar æfingar og fjölbreytni á næstum æfingum. Er svo ekki rétt að stefna að því að fá hann aftur eftir svona 4 vikur eða svo. Rétt fyrir öldung sem engin fæst til að fara á - þarf líklega að ná upp smá spili fyrst - já og stöðugleika í leikmannahópnum. En það er nú allt að koma.

Býst við góðri mætingu næst - er ekki rétt að stefna á 12? Æfðum móttökuna og spilið. Það er þar sem við þurfum að brýna hjá okkur fyrst af öllu.

Blakkveðjur

Til hamingju með afmælið Elva hlaupaársdrottning og blakhetja

No comments: