Fyrsta æfingin að baki í blakinu - blakárið 2008-2009. Metnaðurinn er nokkur í undirritaðri og vonast ég til að fá til liðs við okkur frískar konur sem tilbúnar eru að mæta, æfa og spila - og uppskera svo á öldung 2009.
Þjálfaramál líta vel út en huga þarf að því hvernig greiða skuli fyrir þjálfunina. Þau mál eru í vinnslu. Allir verða að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Ég, Elva, Guðbjörg og Anna Margrét mættum síðast og vonumst til þess að vera amk 8 næst. Koma svo!
Sunday, September 7, 2008
Thursday, September 4, 2008
Blakæfing 4. september
Blakið hefst 4. september klukkan 17:00
Allar stúlkur velkomnar
eiginlega meira en velkomnar :-)
Sjáumst hressar
Sunday, April 20, 2008
Fámennt á æfingum
Það hefur ekki verið fjöldanum fyrir að fara á síðustu æfingum - Selfyssingarnar greinilega önnum kafnir við fermingar og eitthvað fleira. Það er vonandi að það verði þrusu mæting í haust - ég hef það fyrir satt að Guðbjörg gæti jafnvel fengið þjálfara sér við hlið ;-).
Við verðum að ná 8 -12 manna æfingum að jafnaði sem oftast - þó áttum við frábæra æfingu fyrir viku síðan rúmri en þá vorum við sex og spiluðum svo á minni vellinum - tær snilld.
Ég rakst á það á flakki mínu um sunnlenska fréttavefi að það er hsk mót í blaki í Iðu á mánudaginn klukkan sjö. Við vorum að ræða það um daginn að það væri gaman að sjá alvöru lið spila - og þar verða stöllur okkar frá laugarvatni ma og fleiri valkyrjur auk karlaliða - sýnast vera fjögur lið af hvoru kyni - það væri gaman að kíka - er einhver til í game?
Ykkar Inga
Við verðum að ná 8 -12 manna æfingum að jafnaði sem oftast - þó áttum við frábæra æfingu fyrir viku síðan rúmri en þá vorum við sex og spiluðum svo á minni vellinum - tær snilld.
Ég rakst á það á flakki mínu um sunnlenska fréttavefi að það er hsk mót í blaki í Iðu á mánudaginn klukkan sjö. Við vorum að ræða það um daginn að það væri gaman að sjá alvöru lið spila - og þar verða stöllur okkar frá laugarvatni ma og fleiri valkyrjur auk karlaliða - sýnast vera fjögur lið af hvoru kyni - það væri gaman að kíka - er einhver til í game?
Ykkar Inga
Thursday, March 6, 2008
Til hamingju stúlur
Tólfan í hús!
Elín Auður Kata
ELVA Guðbjörg Inga Sigrún
Helga ANNA MARGRÉT Svanhvít Stína ÁSLAUG
hetjur dagsins :D
Og við erum næstum bara farnar að geta spilað smá - já og jafnvel hreyft okkur til ;-)
Elín Auður Kata
ELVA Guðbjörg Inga Sigrún
Helga ANNA MARGRÉT Svanhvít Stína ÁSLAUG
hetjur dagsins :D
Og við erum næstum bara farnar að geta spilað smá - já og jafnvel hreyft okkur til ;-)
Friday, February 29, 2008
Margt í mörgu
Það var nú svei mér gaman á blakæfingu í gær - við náðum að vera 10! Og það kom þjálfari - og sá var ekki af verri endanum eða hvað?
Blakmaður HSK (hlekkur) og nýútskrifaður af þjálfaranámskeiði. Ekkert nema það besta fyrir blakstelpurnar okkar :D
Við lærðum mjög margt skemmtilegt og það verða nægar æfingar og fjölbreytni á næstum æfingum. Er svo ekki rétt að stefna að því að fá hann aftur eftir svona 4 vikur eða svo. Rétt fyrir öldung sem engin fæst til að fara á - þarf líklega að ná upp smá spili fyrst - já og stöðugleika í leikmannahópnum. En það er nú allt að koma.
Býst við góðri mætingu næst - er ekki rétt að stefna á 12? Æfðum móttökuna og spilið. Það er þar sem við þurfum að brýna hjá okkur fyrst af öllu.
Blakkveðjur
Til hamingju með afmælið Elva hlaupaársdrottning og blakhetja
Blakmaður HSK (hlekkur) og nýútskrifaður af þjálfaranámskeiði. Ekkert nema það besta fyrir blakstelpurnar okkar :D
Við lærðum mjög margt skemmtilegt og það verða nægar æfingar og fjölbreytni á næstum æfingum. Er svo ekki rétt að stefna að því að fá hann aftur eftir svona 4 vikur eða svo. Rétt fyrir öldung sem engin fæst til að fara á - þarf líklega að ná upp smá spili fyrst - já og stöðugleika í leikmannahópnum. En það er nú allt að koma.
Býst við góðri mætingu næst - er ekki rétt að stefna á 12? Æfðum móttökuna og spilið. Það er þar sem við þurfum að brýna hjá okkur fyrst af öllu.
Blakkveðjur
Til hamingju með afmælið Elva hlaupaársdrottning og blakhetja
Thursday, February 14, 2008
Blakæfing í dag
Jæja dömur mínar. Nú verður ekki hægt að skýla sér á bak við ófærð óveður eða annan slíkan fjára því hér á Borg er bókstaflega vorblíða og marauður vegur. Ójá.
Það er því æfing klukkan 5 núll núll í dag og ekkert múður. Upphitun getur farið fram áður eða í upphafi æfingar, nægar eru græjurnar, hjól og tvö bretti komin auk krossþjálfa fyrir nú utan blessaða sundlaugina sem býður upp á sína möguleika í upphitun líka. Það er því mikil heilsubót að skella sér í blakið.
Útlit er fyrir að við getum fengið til okkar útlærðan blakþjálfara svona við og við til þess að koma með nýjar áherslur og trix í spilið. Nú er um að gera að keyra á þetta - og stefna á tvö full lið á hverri æfingu.
Koma svo!
Það er ekki komið í ljós með gjaldtökuna á æfingarnar en það er verið að vinna að því að samræma þessi mál hjá sveitarfélaginu.
Sjáumst á eftir
Það er því æfing klukkan 5 núll núll í dag og ekkert múður. Upphitun getur farið fram áður eða í upphafi æfingar, nægar eru græjurnar, hjól og tvö bretti komin auk krossþjálfa fyrir nú utan blessaða sundlaugina sem býður upp á sína möguleika í upphitun líka. Það er því mikil heilsubót að skella sér í blakið.
Útlit er fyrir að við getum fengið til okkar útlærðan blakþjálfara svona við og við til þess að koma með nýjar áherslur og trix í spilið. Nú er um að gera að keyra á þetta - og stefna á tvö full lið á hverri æfingu.
Koma svo!
Það er ekki komið í ljós með gjaldtökuna á æfingarnar en það er verið að vinna að því að samræma þessi mál hjá sveitarfélaginu.
Sjáumst á eftir
Tuesday, January 22, 2008
Hvatarfréttir af blökurum ;-)

Jæja dömur! Þessi eina sem heimsækir síðuna ;-).
Vonir standa til þess að næst þegar við mætum í blak verðum við á vegum Hvatar og því þurfum við ekki að greiða aðgangseyri. Ástæðan er að æfingarnar eru nú að færast undir merki Hvatar. Ég hvet Grímsnesingana til að ganga í Hvöt þær sem eru það ekki nú þegar, hinar eru gestaspilarar og þurfa ekki heldur að borga.
Nú er að spýta í lófana og ná í mannskap. Fullmanna æfingar og skunda svo á Laugarvatn á æfingu og finna svo þjálfara til að þjálfa okkur einu sinni í mánuði eða svo. Því fer fjarri að ég hafi lagt árar í bát þó ég sé aum í löppunum. Ég mæti tvíefld fyrr en varir og vinn að markaðsmálum þangað til!
Sjáumst hressar!
Er annars ekki stemmning fyrir Öldung (hlekkur)
Vonir standa til þess að næst þegar við mætum í blak verðum við á vegum Hvatar og því þurfum við ekki að greiða aðgangseyri. Ástæðan er að æfingarnar eru nú að færast undir merki Hvatar. Ég hvet Grímsnesingana til að ganga í Hvöt þær sem eru það ekki nú þegar, hinar eru gestaspilarar og þurfa ekki heldur að borga.
Nú er að spýta í lófana og ná í mannskap. Fullmanna æfingar og skunda svo á Laugarvatn á æfingu og finna svo þjálfara til að þjálfa okkur einu sinni í mánuði eða svo. Því fer fjarri að ég hafi lagt árar í bát þó ég sé aum í löppunum. Ég mæti tvíefld fyrr en varir og vinn að markaðsmálum þangað til!
Sjáumst hressar!
Er annars ekki stemmning fyrir Öldung (hlekkur)
Thursday, January 17, 2008
2 æfingar
Tvær æfingar í hvíld - tvær eftir hjá Ingveldi sem er að hvíla sína þreyttu fætur og mætir ekki í blak. Ég get ekki einu sinni mætt í húsið því þá verð ég alveg sjúk! Læt því eins og blak sé ekki til.
Fyrsta æfing ársins var mjög fámenn, þann 10. janúar var heldur meira um að vera og hvað var í kvöld veit ég ekki.
Er að fara í viðræður við Ungmennafélagið Hvöt um að að spila undir þeirra merkjum og það væri ofboðslega gaman að smala á Öldung!
Við þurfum að gera nafnakall og festa okkur í sessi með 10 konur á æfingum - ná upp spili, skunda á Laugarvatn á æfingu og skella okkur í alvöru spilamennsku!
Koma svo!
Fyrsta æfing ársins var mjög fámenn, þann 10. janúar var heldur meira um að vera og hvað var í kvöld veit ég ekki.
Er að fara í viðræður við Ungmennafélagið Hvöt um að að spila undir þeirra merkjum og það væri ofboðslega gaman að smala á Öldung!
Við þurfum að gera nafnakall og festa okkur í sessi með 10 konur á æfingum - ná upp spili, skunda á Laugarvatn á æfingu og skella okkur í alvöru spilamennsku!
Koma svo!
Subscribe to:
Posts (Atom)